Saga Distica

Distica hóf starfsemi 1. janúar 2007. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög en starfsemin var áður rekin sem innkaupa- og dreifingardeild innan Vistor.

Fyrirtækið á sér þó rúmlega 60 ára sögu því rætur þess má rekja allt aftur til ársins 1956 þegar sjö apótekarar tóku sig saman um að koma á umbótum í lyfsölumálum landsmanna og stofnuðu innkaupasamband apótekara, Pharmaco hf.

Þetta var á tímum hafta- og skömmtunarstefnu í efnahagsmálum á Íslandi. Sérstök leyfi þurfti til fjárfestinga og innflutningur var háður gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Vöruskortur var almennur og svo var einnig í lyfjaverslunum. Ástandið var óviðunandi og því stofnuðu lyfsalar innkaupasamband apótekara til að svara brýnni þörf og tryggja með markvissum hætti framboð á lyfjum alls staðar á landinu.

Stiklað á stóru í sögu fyrirtækisins:

 1956: Pharmaco hf. stofnað af sjö apótekurum.
 1960: Pharmaco hf. hefur framleiðslu lögbókarlyfja.
 1981: Delta hf. stofnað til að sinna framleiðslu.
 1992: Eignarhlutinn í Delta seldur.
 1993: Endurskipulagning starfsemi Pharmaco hf. með áherslu á heildsölu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum, hjúkrunarvörum og snyrtivörum.
 1997: Dreifingarstarfsemin hlýtur ISO 9001 gæðavottun. Distica er eina fyrirtækið í dreifingu fyrir heilbrigðismarkaðinn sem er með ISO vottað gæðakerfi og hefur innleiðing þess skilað sér í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu, sem m.a. kemur fram í aukinni ánægju viðskiptavina.
 2000: Pharmaco hf. sameinast Balkanpharma í Búlgaríu.
 2002: Pharmaco Ísland ehf. stofnað og selt Veritas Capital hf. Pharmaco Ísland verður PharmaNor hf. og stofnar dótturfélag utan um snyrti- og neytendavörur. Dótturfélagið fær nafnið CosNor.
 2004: Dótturfélagið CosNor selt.
 2005: Nafnabreyting þann 10. janúar; PharmaNor verður Vistor hf.
 2007: Starfsemi Vistor skipt upp í tvö félög þann 1. janúar:
Distica, sem sér um innflutning, vörustjórnun, móttöku pantana og dreifingu til viðskiptavina fyrir umbjóðendur sína.
Vistor, sem sér um sölu- og markaðsstarf ásamt lyfjaskráningu.
Bæði félögin eru að fullu í eigu Veritas Capital hf.
 2007: Afgreiðsla annarra vara en lyfja flyst i nýtt 2.000 fm vöruhús í Suðurhrauni.
 2008: Veritas Capital gert að virku móðurfélagi í janúar og fjármála- og stoðsvið flutt þangað. Distica kaupir alla stoðþjónustu af móðurfélaginu
 2010: Manhattan SCALE vöruhúsakerfi innleitt í vöruhús Suðurhrauni
 2011: Manhattan SCALE vöruhúsakerfi innleitt í lyfjavöruhús Hörgatúni
 2012: Ný skrifstofubygging í Hörgatúni tekin í notkun
 2013: Endurbótum á lyfjavöruhúsi Hörgatúni lokið.  Með viðbyggingu telur vöruhúsið 3.500 fm og er eitt fullkomnasta vöruhús landsins
 2013: Innleiðing á Navision upplýsingakerfi