Skipurit

 • Stjórn
 • Framkvæmdastjóri
  Gylfi Rútsson
  Gylfi Rútsson

  Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri Distica

  Gylfi hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnunarstörfum. Hann gekk til liðs við Vistor árið 2003 og hefur verið framkvæmdastjóri Distica frá stofnun fyrirtækisins. Gylfi starfaði á árunum 1999-2003 sem fjármálastjóri Tals, á árunum 1991-1999 sem fjármálastjóri Tæknivals og á árunum 1986-1991 starfaði hann hjá fjármögnunarfyrirtækinu Glitni hf. Gylfi er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptum frá Háskóla Íslands.

 • Gæðamál, Tæki og búnaður
  Sigurður Traustason
  Sigurður Traustason

  Sigurður Traustason, gæðastjóri og faglegur forstöðumaður Distica

  Sigurður ber ábyrgð á að fyrirtækið uppfylli kröfur yfirvalda um innflutning og heildsöludreifingu lyfja. Hann hefur starfað hjá Distica og fyrirrennurum þess í rúm 30 ár. Sigurður hefur starfað við lyfjaframleiðslu, lyfjaskráningar, innflutning og heildsöludreifingu lyfja, bæði sem fulltrúi stjórnenda í gæðamálum og sem deildarstjóri innkaupa- og dreifingardeildar Vistor. Sigurður er með Cand. Pharm. gráðu frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð.

 • Innkaupadeild
  Hjördís Ósk Óskarsdóttir

  Hjördís Ósk Óskarsdóttir

  Hjördís Ósk Óskarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica

  Hjördís hefur áratuga reynslu af smásölu á Íslandi. Hún gekk til liðs við Distica árið 2017 en starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá ÍSAM frá 2008 og innkaupastjóri hjá Lyfjum & heilsu frá 2005. Hjördís útskrifaðist með M.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2008 og B.Sc. gráðu í rekstrarfræði með sérhæfingu í vörustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001.

 • Viðskiptaþjónusta
  Gerður Pálmarsdóttir
  Gerður Pálmarsdóttir

  Gerður Pálmarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþjónustu Distica

  Gerður gekk til liðs við Distica vorið 2018. Gerður hefur áralanga reynslu af stjórnunar- og ráðgjafastörfum á sviði þjónustu, gæðamála og upplýsingatækni. Gerður hefur frá árinu 2006 starfað sem verkefnastjóri og forstöðumaður á sviði upplýsingatækni m.a. hjá Arion banka, Landspítala og hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Á árunum 1999-2006 starfaði Gerður sem þjónustu- og gæðastjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavík og sem aðstoðarmaður forstjóra Lýðheilsustöðvar. Gerður hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

 • Vöruhús
  Birgir Hrafn Hafsteinsson
  Birgir Hrafn Hafsteinsson

  Birgir Hrafn Hafsteinsson, deildarstjóri lyfjavöruhúsa Distica

  Birgir Hrafn hóf störf hjá Distica í byrjun árs 2017. Birgir Hrafn kom til starfa hjá Distica frá Capacent þar sem hann vann sem ráðgjafi í tíu ár m.a. á sviði veltufjárstjórnunar, ferlagreininga/umbóta og reksturs en fyrir þann tíma hafði hann unnið við hugbúnaðargerð í fimm ár.  Birgir Hrafn er með B.Sc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Virginia Tech í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun og Certified Scrum Master gráðu. Birgir hefur fengist við kennslu m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

 • Lyfjavöruhús
  • Vörumóttaka
  • Umpökkun
  • Vöruafgreiðsla
  • Rannsóknarlyf
  • Endursendingar
 • Vöruhús Suðurhrauni
  • Vörumóttaka
  • Umpökkun
  • Vöruafgreiðsla
  • Endursendingar