Stjórn Distica

Finnur Oddsson

Finnur er forstjóri Origo en var áður aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands frá 2007-2012 og þar áður var hann lektor, forstöðumaður MBA náms og framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR frá 2001-2007. Finnur hefur einnig starfað við ráðgjafastörf á sviði frammistöðustjórnunar og stefnumótunar, bæði hérlendis og erlendis.

Finnur er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og PH.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE á Spáni. Hann situr m.a. í stjórnum dótturfélaga Origo á Íslandi og í Svíþjóð og stjórnum Viðskiptaráðs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Leikfélags Reykjavíkur og Klak-Innovit (Icelandic Startups).

Jóhann Jónsson, stjórnarformaður

Jóhann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjrekstri og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Iceland Seafood Corporation Ltd, Pennsylvania/Virgina USA.

Jóhann var um árabil framkvæmdarstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á Þórshöfn.

Framkvæmdastjóri ISI Seafood Ltd, Nova Scotia, Kanada.

Jóhann lauk viðskiptanámi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976.

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín er aðstoðarprófessor í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School í Bretlandi. Hún stundar rannsóknir á verðlagningu, tekjustjórnun og áhættulíkönum tengdum rekstri fyrirtækja. Kristín hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company, Intel, Yahoo!, Anacap Financial Partners, Investor Dynamic og Factiva. Hún situr einnig í stjórn Háskólans í Reykjavík og Haga.

Kristín er með doktors- og masterspróf í rekstrarverkfræði frá Stanford University og C.S. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.