Dreifingaþjónusta

Distica býður upp á heildarlausnir á sviði innflutnings, vörustjórnunar og dreifingar. Distica sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum, heilsuvörum og vörum fyrir heilbrigðisþjónustu og rannsóknarstofur, en dreifir enn fremur ýmsum vörum til tannlækna, dýralækna, gæludýraverslana og fleiri aðila.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar:
• Innkaup
• Vörustjórnun
• Innflutning
• Tollafgreiðslu
• Vörumóttöku
• Birgðahald
• Umpökkun
• Pantanamóttöku
• Dreifingu
• Gerð reikninga
• Innheimtu
Við munum með ánægju skoða hvort dreifingarlausnir Distica gætu hentað þínu fyrirtæki. Vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á distica@distica.is