Gæðakerfi

Gæðakerfi Distica er vottað skv. ISO 9001 gæðastaðlinum og var fyrirtækið fyrsti dreifingaraðili lyfja á Íslandi til að hljóta gæðavottun árið 1997. Gæðakerfið uppfyllir einnig kröfur Evrópusambandsins um góða starfshætti í lyfjadreifingu (Good Distribution Practice).

Vöruhúsakerfi Distica hefur verið eitt hið fullkomnasta hér á landi um árabil og með gæðakerfinu hefur verið hægt að tryggja öguð vinnubrögð, rétta afgreiðslu og fullan rekjanleika.

Árangur gæðakerfisins hefur verið staðfestur í úttektum stærstu lyfjaframleiðenda í heimi á vinnuferlum fyrirtækisins, sem lúta að innflutningi, birgðahaldi og heildsöludreifingu. Það staðfestir að vinnuferli fyrirtækisins uppfylla strangar kröfur alþjóðlegra lyfjafyrirtækja í fremstu röð.