Vörurnar þínar eru í öruggum höndum.

Distica býður upp á heildarlausnir á sviði innflutnings, vörustjórnunar og dreifingar lyfja, vara fyrir heilbrigðisþjónustu og rannsóknarstofur, heilsuvara og neytendavara. Tilgangur og markmið Distica er að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á umsömdum tíma. 

Rétt vara

Rétt magn

Rétt ástand

Á réttum tíma

Sérhæfð lyfjadreifing

Distica sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á lyfjum og heilbrigðisvörum og hefur til þess leyfi frá Lyfjastofnun. Gæðakerfi fyrirtækisins er vottað samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001 og það uppfyllir einnig kröfur Evrópusambandsins um góða starfshætti í lyfjadreifingu (GDP). Distica býr að rúmlega sex áratuga reynslu á þessu sviði og er með u.þ.b. 65% af allri lyfjadreifingu á Íslandi.

Heilsan er fyrir öllu

Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning um heilsueflingu og mikilvægi þess að fólk tileinki sér lífsstíl sem gerir því kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Distica dreifir margs konar heilsutengdum vörum fyrir neytendamarkaðinn og dreifir til verslana um land allt.

Rekstrarvörur og búnaður

Distica dreifir ýmiss konar tækjum og búnaði fyrir rannsóknarstofur, sjúkrahús, tannlæknastofur og fleiri aðila. Fyrirtækið dreifir rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnana á borð við sjúkrahús, hjúkrunarheimili, dýraspítala, tannlæknastofur o.s.frv.

Umsagnir viðskiptavina

Distica er stærsti birgi Lyfjavers og finn ég fyrir miklum metnaði hjá fyrirtækinu við að þjónusta viðskiptavini sem best verður á kosið. Distica rekur öflugt dreifikerfi þar sem gæði og öryggi eru höfð í fyrirrúmi þannig að mikilvægar sendingar berist samkvæmt pöntun á réttum tíma. Aukin áhersla á rafræna upplýsingagjöf til viðskiptavina með öflugum þjónustuvef auðveldar vinnslu með reikninga, biðpantanir svo dæmi séu nefnd og hefur nýst Lyfjaveri vel.
Hákon Steinsson, Framkvæmdastjóri Lyfjavers
Starfsfólk Distica hefur verið á þjónustuvegferð síðastliðna mánuði og hefur að mínu mati náð frábærum árangri. Öll samskipti við fyrirtækið einkennast af lipurð, metnaði, góðu viðmóti og sveigjanleika. Ennfremur er nú hægt að nálgast meiri upplýsingar um biðlista á heimasíðu en áður sem er mjög hjálplegt og eins gera mínar síður á vef Distica kleift að nálgast upplýsingar með auðveldum hætti. Þá eru gæði afgreiðslu og afhendingar lyfja og annarra vara til fyrirmyndar og til þess fallnar að vekja traust á gæðamálum fyrirtækisins.
Vilborg Halldórsdóttir - Leyfishafi hjá Lyfju
Distica hefur annast hýsingu og dreifingu á vörum Teva til viðskiptavina til fjölda ára og hefur samstarfið gengið með ágætum. Teva gerir miklar kröfur um gæði og uppfyllir öflugt gæðakerfi Distica allar þær kröfur sem settar hafa verið fram af fyrirtækinu, sem og síauknar kröfur lyfjaiðnaðarins almennt. Lipurð og jákvæðni einkennir framkomu starfsfólks Distica og kappkosta þau að leysa úr þeim áskorunum sem upp koma á skjótan og góðan máta.
Þórdís Ólafsdóttir - Director GGM Iceland
Ég, sem sölu- og markaðsstjóri lyfjaframleiðandans Sanofi, hef verið í viðskiptum hjá Distica hf. frá árinu 2008 og notið leiðsagnar í öllum ferlum frá innkaupum að dreifingu vörunnar. Yfirgripsmikil þekking, vinnusemi og nákvæmni einkennir starfsfólk Distica sem vinnur í nánum og góðum samskiptum þegar upp koma áskoranir. Gæðamál eru stór og mikilvægur þáttur í meðhöndlun lyfja sem lúta að ströngustu lögum og reglum. Uppfylla þarf stranga öryggisstaðla og standast þarf kröfuharða úttektaraðila erlendra markaðsleyfishafa. Þetta allt uppfyllir Distica. Það er því óhætt að segja að ég geti mælt óhikað með Distica sem dreifingaraðila.
Elín Hrönn Ólafsdóttir - Markaðsstjóri fyrir Sanofi á Íslandi
Þar sem lyf eru viðkvæm vara eru innkaup og dreifing þeirra er háð mjög ströngum reglum og gæðastöðlum. Lega landsins og stærð markaðarins gerir það að verkum að það er enn meiri áskorun en ella að sjá til þess að rétt magn birgða séu til á landinu. Starfsfólk Distica þarf því ekki einungis að vera nákvæmt og vinna eftir ströngum gæðastöðlum heldur einnig að sýna sveigjanleika og bregðast hratt við ef skyndileg þörf myndast á markaði eða aðrar áskoranir koma upp. Samvinna, jákvæðni og traust einkennir samskipti mín við Distica í þau ár sem ég hef notið þjónustu þeirra.
Ragnhildur Reynisdóttir - Markaðsstjóri Astellas hjá Vistor

Viðurkenningar