Um Distica
Distica byggir á rúmlega sex áratuga reynslu í vörustjórnun og dreifingu til lyfjabúða, rannsóknarstofa og heilbrigðisstofnana. Velta fyrirtækisins árið 2018 var tæpir 17 milljarðar króna og starfsmenn eru um 75 talsins.
Fyrirtækið er með um 65% hlutdeild í dreifingu lyfja á Íslandi, auk þess sem það sinnir dreifingu á rannsóknartækjum, rekstrarvörum og fleiru til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, tannlækna og dýralækna. Distica sinnir einnig dreifingu á neytendavörum til verslana.

Distica rekur eitt fullkomnasta vöruhús landsins, sérhæft í meðhöndlun á lyfjum og vörum sem krefjast hitastýringar. Distica hefur að leiðarljósi að afgreiða ávallt rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi, á umsömdum tíma og hefur þróað til þess öflugt gæða og eftirlitskerfi
Stjórnendur

Gylfi Rútsson
Framkvæmdastjóri

Sigurður Traustason
Gæðadeild
XXXX
Innkaupadeild

Gerður Björt Pálmarsdóttir
Viðskiptaþjónusta

Birgir Hrafn Hafsteinsson
Vöruhús
Gildi
Gildi Distica, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa að leiðarljósi í störfum sínum, eru

Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og og að við virðum lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar.

Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti okkar býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar einnig tíma.

Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.
Við munum með ánægju skoða hvort þjónusta Distica gæti hentað þínu fyrirtæki. Vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á distica@distica.is
Stjórnarhættir
Upplýsingar um fyrirtækið
Nafn: Distica hf.
Kennitala: 680604 – 4010
Aðsetur: Hörgatún 2
Póstfang: 210 Garðabær
Netfang: distica@distica.is
VSK númer: 83348
Fyrirtækið er skráð í Hlutafélagaskrá. Það hefur leyfi Lyfjastofnunar til að flytja inn og dreifa lyfjum í heildsölu skv. reglugerð nr. 699/1996 og framleiðsluleyfi skv. reglugerð nr. 893/2004.
Gæðakerfi fyrirtækisins er vottað samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001.
Vöruhús Hörgatúni
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Opið frá 10:00 til 16:00
Skrifstofa
Hörgatúni 2, 210 Garðabær
Opið frá 08:00 til 16:00
Vöruhús Suðurhrauni
Suðurhraun 12a, 210 Garðabær
Opið frá 10:00 til 16:00