Endursendingar og vöruskil

Upplýsingar um endurseningar og vöruskil

Endursendingar

Í ákveðnum tilvikum tekur Distica á móti endursendum lyfjum og vörum og gilda sérstakar reglur þar um. Ástæður endursendinga geta meðal annars verið: fyrnd lyf, knöpp fyrning, afskráð lyf, gölluð lyf, innkölluð lyf, rangar pantanir, rangar afgreiðslur eða skemmdir sem rekja má til flutnings.

Endursendingar skal skrá í Endursendingakerfi Distica (ES) sem viðskiptavinir geta nálgast í gegnum Reikningagátt Distica. Við skráningu endursendinga í ES-kerfið fá viðskiptavinir úthlutað ákveðnu ES-númeri sem auðkenna skal endursendingar með. Ef viðskiptavinir hafa ekki aðgang að ES-kerfi má sækja um aðgang hér: Umsókn um aðgang - Distica - Innflutningur, vörustjórnun, móttaka pantana og dreifing.

Þeir viðskiptavinir sem ekki notast við ES-kerfið þurfa að fylla út endursendingarseðil Distica, einn seðil fyrir hverja tegund endursendingar. Endursendingarseðla má nálgast hér fyrir neðan:

Skilmálar Distica

Hér fyrir neðan finnur þú hlekk á skilmála Distica.

Skilmálar