Skilmálar
MÍNAR SÍÐUR OG VEFVERSLUN
1. Almennt
1.1. Skilmálar þessir gilda um öll kaup aðila á vörum sem eiga sér stað í gegnum vefverslun Distica ehf. (hér eftir „Distica“ eða „félagið“).
1.2.Distica áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum einhliða og án fyrirvara.
1.3. Viðskiptamaður er sá sem skráður er á reikning gefnum út af Distica.
1.4. Notandi er aðili sem hefur réttindi til innskráningar á mínum síðum.
1.5. Viðskiptamaður og/eða notandi staðfestir að hann hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa með staðfestingu pöntunar í gegnum vefverslun Distica.
2. Verð og greiðslur
2.1. Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti, ýmist 11% eða 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
2.2. Sundurliðun verðs sést í körfu áður en pöntun er staðfest.
2.3. Distica áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra verð á hverjum tíma.
2.4. Viðskiptamaður skal greiða fyrir pantanir samkvæmt umsömdum greiðsluskilmálum sem koma fram á útgefnum reikningum.
3. Bindandi samningur
3.1. Samningur telst vera kominn á og er hann bindandi um leið og viðskiptamaður sendir inn pöntun.
3.2. Óski viðskiptamaður eftir tilboði frá Distica telst samningur kominn á um leið og kaupandi samþykkir tilboð Distica.
3.3. Hafi verið gengið frá pöntun en vara ekki verið afhent, og viðskiptamaður vill breyta pöntun, skal viðskiptamaður hafa samband við viðskiptaþjónustu Distica í síma 412-7500 eða senda tölvupóst á netfangið distica@distica.is eins fljótt og kostur er og upplýsa um óskir um breytingar. Distica ábyrgist ekki að hægt sé að verða við óskum um breytingar.
3.4. Skilaréttur fer eftir reglum Distica um endursendingar.
3.5. Distica áskilur sér rétt til þess að afgreiða ekki framlagðar pantanir. Í þeim tilvikum skal Distica tilkynna viðskiptamanni um slíkt og endurgreiða honum kaupverðið, hafi viðskiptamaður lagt fram greiðslu, eigi síðar en 30 dögum eftir að viðskiptamaður hefur lagt fram pöntun.
4. Afhending vöru
4.1. Vara telst afhent þegar hún er komin á umsaminn afhendingarstað.
4.2. Afhendingartími vöru fer eftir samkomulagi viðskiptamanns við Distica.
4.3. Sendingargjöld eru gjaldfærð í samræmi við verðskrá Distica.
4.4. Distica keyrir sjálft út vörur á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptamenn utan dreifikerfis Distica fá pantanir sendar með þriðja aðila.
4.5. Distica áskilur sér rétt að afhenda ekki vörur í skráð heimahús.
4.6. Distica skal svo fljótt sem auðið er láta viðskiptamann vita, ef fyrirséð er að dráttur verði á umsaminni afhendingu.
4.7. Distica ber ekki ábyrgð á seinkun afhendingar, sem kann að verða vegna aðstæðna sem varða viðskiptamann.
4.8. Hamli óviðráðanlegar orsakir (force majeure) afhendingu, er Distica hvorki skylt að standa við umsaminn afhendingartíma, né ber Distica bótaábyrgð þótt afhending dragist eða bregðist.
5. Ástand vöru
5.1. Distica ábyrgist að vörur séu afhentar í því ástandi sem góð venja stendur til.
5.2. Áhættan af hinu selda flyst yfir á viðskiptamann frá þeirri stundu er hlutur var afhentur flutningsmanni.
5.3. Beri svo við að vara sé afhent gölluð ber viðskiptamanni að tilkynna Distica um að hann muni bera gallann fyrir sig innan 5 virkra daga frá afhendingu. Að þeim tíma loknum glatar viðskiptamaður réttinum til að grípa til vanefndaúrræða.
5.4. Skil á gölluðum lyfjum fer eftir reglum Distica um endursendingar.
5.5. Distica ber ekki ábyrgð á rekstrartapi eða öðru beinu eða óbeinu tjóni, hvort sem tjónið verður rakið til ástands seldra vara, seinkunar á afhendingu, skemmda eða skemmdaverka, eða annarra atvika sem leiða til þess að vörur verða ekki nýttar, eða eru ekki til þess fallnar að vera nýttar, á fyrirhuguðum tíma og/eða í fyrirhuguðum tilgangi.
6. Vefverslun Distica og mínar síður
6.1. Sækja þarf sérstaklega um aðgang að mínum síðum til viðskiptaþjónustu Distica. Við stofnun á stjórnendaaðgangi að mínum síðum fær viðskiptamaður einnig fullan aðgang að vefverslun.
6.2. Viðskiptamaður hefur heimild til að stofna undiraðgang að mínum síðum fyrir aðra notendur í gegnum notendastillingar á mínum síðum. Þar má veita fullan eða takmarkaðan aðgang að mínum síðum og vefverslun.
6.3. Viðskiptamenn bera að öllu leiti ábyrgð á að uppfæra og viðhalda lista yfir virka notendur með aðgang að mínum síðum fyrir sinn viðskiptareikning / fyrirtæki.
6.4. Viðskiptamenn ber ábyrgð á að óvirkja sína notendur sem ekki eiga að hafa lengur aðgang að kerfinu.
6.5. Notendum er heimilt að nota sinn aðgang til innskráningar en er óheimilt með öllu að deila aðgangs- og innskráningarupplýsingum sínum með þriðja aðila.
6.6. Distica ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna notkunar þriðja aðila og notkunar / misnotkunar þeirra á mínum síðum.
6.7. Viðskiptamaður ber ábyrgð á að fara eftir gildandi lögum og reglum er varðar heimildir til innkaupa.
6.8. Viðskiptamaður ber að tilkynna til viðskiptaþjónustu Distica ef hann verður var við að hafa aðgang að kaupum á vörum sem honum er óheimilt að versla samkvæmt gildandi lögum og reglum.
7. Meðferð persónuupplýsinga og póstlisti
7.1. Vefverslun Distica notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Greiningarvafrakökur eru notaðar til að skoða hvernig viðskiptavinir Distica nota vefverslunina og eru þau gögn notuð til að bæta vefverslunina og upplifun notenda. Vafrakökur geta einnig verið notaðar í markaðslegum tilgangi.
7.2. Distica hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins. Persónuverndarstefna Distica er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
7.3. Óski viðskiptamaður eftir að fá tilboð eða fréttabréf frá Distica ekki send getur viðkomandi afskráð netfang sitt af póstlista Distica með því að hafa samband við viðskiptaþjónustu.
8. Lög og varnarþing
8.1. Um skilmála þessa og viðskipti viðskiptamanna og Distica gilda íslensk lög.
8.2. Komi upp ágreiningur á milli Distica og kaupanda, skulu aðilar leita leiða til að leysa þann ágreining með samkomulagi.
8.3. Deilur sem upp kunna að koma um efndir, framkvæmd eða túlkun skilmálanna, og/eða atvik sem skilmálarnir taka til, og aðilum tekst ekki að leysa sín á milli, skal útkljá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga á distica.is má finna hér.
Upplýsingar um notkun á vefkökum distica.is má finna hér.
Upplýsingar um reglur Distica um endursendingar má finna hér.
Upplýsingar um verðskrá Distica á sendingargjöldum má finna hér.