Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn Distica er skipuð öflugum stjórnendum með mikla reynslu af stjórnarsetu og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Jón Björnsson
Stjórnarformaður
Jón Björnsson er forstjóri Veritas. Jón hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón hefur starfað sem forstjóri Origo, Festi og Krónunnar, Magasin du Nord og Haga. Jón situr í stjórn Boozt AB, Origo Lausna og Dropp.

Matthías Matthíasson
Stjórnarmeðlimur
Matthías Matthíasson er framkvæmdastjóri Borgarplasts.
Matthías starfaði á árunum 2009-2020 sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip.
Á árunum 2004-2009 var hann framkvæmdastjóri Komatsu í Danmörku og þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi og Englandi en á árunum 1996-2004 starfaði Matthías sem forstöðumaður og sölustjóri inn- og útflutningsdeilda Eimskip á Íslandi.

Jóhann Jónsson
Stjórnarmeðlimur
Jóhann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Iceland Seafood Corporation Ltd, Pennsylvania/Virgina USA. Jóhann var um árabil framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á Þórshöfn. Framkvæmdastjóri ISI Seafood Ltd, Nova Scotia, Kanada. Jóhann lauk viðskiptanámi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976.

Þóranna Jónsdóttir
Stjórnarmeðlimur
Þóranna hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður stjórnendaráðgjafi m.a. fyrir Alvotech, Marel og ýmsar opinberar stofnanir. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum við Háskólann í Reykjavík, var forseti viðskiptadeildar 2013-2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar þar á undan. Hún var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá systurfélögunum Veritas og Vistor árin 2005-2008, fyrsti framkvæmdastjóri Artasan og ein af stofnfélögum Auðar Capital. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu, er formaður stjórnar Landsbréfa, í stjórn Veritas frá 2018 og áður m.a. í stjórnum Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er með doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Cranfield University, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði.